Óttast slysahættu af auglýsingum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:32 Leikmenn hafa til að mynda runnið til á auglýsingum í úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem lýkur í kvöld. VÍSIR/BÁRA Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu. „Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
„Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira