Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2022 22:40 Gylfi Árnason vélaverkfræðingur í ókyrrðarmælingum yfir hraunbreiðunum í gær. RAX Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent