Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn Margrét Hugadóttir skrifar 19. maí 2022 13:30 10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun