„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“ Sinfri Már Fannarsson skrifar 19. maí 2022 21:52 Gunnar Magnús var ósáttur með að fá ekki víti gegn Selfyssingum í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna. „Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“ Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“
Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33