Atkvæðum kastað á glæ? Ómar Már Jónsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar