Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 12:59 Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri Eims Vísir/Arnar Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og nýsköpunarklassinn Norðanátt standa fyrir keppninni, sem nefnist Norðansprotinn. Markmiðið er að ná til þeirra sem eru með hugmynd að nýsköpun á sviði matar vatns og orku. Á síðasta ári hóf Norðanátt leit að frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum á Norðurlandi sem leggja áherslu á fyrrgreind svið. Hófst það á svipaðan hátt og nú þar sem kallað var eftir áhugaverðum hugmyndum. Þeirri hringrás lauk í mars á stórri fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlarnir sem voru valdir til áframhaldandi þátttöku gafst kostur á að kynna fyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum. Nú er þetta ferli að fara aftur af stað með nýjum frumkvöðlum og nýjum hugmyndum, allt á sviði matar, vatns eða orku. „Við byrjuðum þetta í fyrra og þá höfðu ekki margir trú á því að við gætum keyrt einhverja þrjá viðburði sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlum hér. Þau höfðu rangt fyrir sér, í dag erum við komin með þrjátíu frumkvöðla sem eru allir að vinna með þemað matur, orka, vatn,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem er einn af skipuleggjendum keppninnar. Gæti orðið stökkpallur Sex hugmyndir hafa verið valdar til að kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á sérstökum viðburði í Háskólanum á Akureyri klukkan 16.00. Liðin sem kynna sína hugmynd á lokaviðburð Norðansprota eru: Roðleður Tólgarsmiðjan Pelliscol Ylur Nordic Wine & View Ísponica Þar þurfa þau að sannfæra dómnefndina um ágæti hugmyndarinnar. „Þetta er svona lyfturæða. Þau þurfa að vera ótrúlega hnitmiðuð og fókuseruð og selja okkur hugmyndina á þremur mínútum,“ segir Sesselja. Fimm hundruð þúsund krónur eru í boði fyrir bestu hugmyndina. Einnig dýrmæt reynsla og ýmsir möguleikar sem gætu opnast. „Þetta er tækifæri fyrir þau að prufa að fara í frumkvöðlasætið. Í fysta lagi er það alltaf að koma hugmyndinni úr hausnum á sér og niður á blað, það er fyrsta skrefið. Svo ef að þau finna sig í þessu í dag þá hafa þau tækifæri fyrir að vera meira með okkur í hringrásinni,“ segir Sesselja. „Taka næst þátt í Vaxtarrými sem er viðskiptahraðall, svo er fjárfestahátíð á Siglufirði í lok mars, þannig að við ætlum að reyna að halda í frumkvöðla og hjálpa honum á mismunandi hugmyndastigi. Þetta gæti orðið flottur stökkpallur fyrir ákveðna einstaklinga,“ segir Sesselja. Matur, vatn og orka er meginþemað.Vísir/Vilhell Þá er einnig stefnt að því að auka aðkomu háskóla á svæðinu í tengslum við starf Norðanáttar. Í dag verður skrifað undir samkomulag við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum um að háskólarnir verði virkir samstarfsaðilar í þeirri nýsköpunarhringrás sem nú er að hefjast og lýkur með stórri fjárfestahátíð á Siglufirði á næsta ári. Nóg að hafa hugmynd Hún hvetur sem flesta sem ganga með hugmynd að nýsköpun í maganum að gefa hugmyndakeppnum á borð við þá sem lýkur í dag góðan gaum. Slíkar keppnir eru opnar öllum. „Þau þurfa nefnilega ekki að vera nýsköpunarfyrirtæki. Þetta má bara vera fólk sem hefur hugmynd og langaði að henda henni á blað og svo að standa fyrir hana og tala um hana. Það þarf ekki meir.“ Nýsköpun Akureyri Háskólar Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og nýsköpunarklassinn Norðanátt standa fyrir keppninni, sem nefnist Norðansprotinn. Markmiðið er að ná til þeirra sem eru með hugmynd að nýsköpun á sviði matar vatns og orku. Á síðasta ári hóf Norðanátt leit að frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum á Norðurlandi sem leggja áherslu á fyrrgreind svið. Hófst það á svipaðan hátt og nú þar sem kallað var eftir áhugaverðum hugmyndum. Þeirri hringrás lauk í mars á stórri fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlarnir sem voru valdir til áframhaldandi þátttöku gafst kostur á að kynna fyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum. Nú er þetta ferli að fara aftur af stað með nýjum frumkvöðlum og nýjum hugmyndum, allt á sviði matar, vatns eða orku. „Við byrjuðum þetta í fyrra og þá höfðu ekki margir trú á því að við gætum keyrt einhverja þrjá viðburði sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlum hér. Þau höfðu rangt fyrir sér, í dag erum við komin með þrjátíu frumkvöðla sem eru allir að vinna með þemað matur, orka, vatn,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem er einn af skipuleggjendum keppninnar. Gæti orðið stökkpallur Sex hugmyndir hafa verið valdar til að kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á sérstökum viðburði í Háskólanum á Akureyri klukkan 16.00. Liðin sem kynna sína hugmynd á lokaviðburð Norðansprota eru: Roðleður Tólgarsmiðjan Pelliscol Ylur Nordic Wine & View Ísponica Þar þurfa þau að sannfæra dómnefndina um ágæti hugmyndarinnar. „Þetta er svona lyfturæða. Þau þurfa að vera ótrúlega hnitmiðuð og fókuseruð og selja okkur hugmyndina á þremur mínútum,“ segir Sesselja. Fimm hundruð þúsund krónur eru í boði fyrir bestu hugmyndina. Einnig dýrmæt reynsla og ýmsir möguleikar sem gætu opnast. „Þetta er tækifæri fyrir þau að prufa að fara í frumkvöðlasætið. Í fysta lagi er það alltaf að koma hugmyndinni úr hausnum á sér og niður á blað, það er fyrsta skrefið. Svo ef að þau finna sig í þessu í dag þá hafa þau tækifæri fyrir að vera meira með okkur í hringrásinni,“ segir Sesselja. „Taka næst þátt í Vaxtarrými sem er viðskiptahraðall, svo er fjárfestahátíð á Siglufirði í lok mars, þannig að við ætlum að reyna að halda í frumkvöðla og hjálpa honum á mismunandi hugmyndastigi. Þetta gæti orðið flottur stökkpallur fyrir ákveðna einstaklinga,“ segir Sesselja. Matur, vatn og orka er meginþemað.Vísir/Vilhell Þá er einnig stefnt að því að auka aðkomu háskóla á svæðinu í tengslum við starf Norðanáttar. Í dag verður skrifað undir samkomulag við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum um að háskólarnir verði virkir samstarfsaðilar í þeirri nýsköpunarhringrás sem nú er að hefjast og lýkur með stórri fjárfestahátíð á Siglufirði á næsta ári. Nóg að hafa hugmynd Hún hvetur sem flesta sem ganga með hugmynd að nýsköpun í maganum að gefa hugmyndakeppnum á borð við þá sem lýkur í dag góðan gaum. Slíkar keppnir eru opnar öllum. „Þau þurfa nefnilega ekki að vera nýsköpunarfyrirtæki. Þetta má bara vera fólk sem hefur hugmynd og langaði að henda henni á blað og svo að standa fyrir hana og tala um hana. Það þarf ekki meir.“
Nýsköpun Akureyri Háskólar Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent