Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2022 13:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sjúkdóminn vera orsakaðan af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Vísir/Vilhelm Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40