Athugasemd SÍ við starfshætti SÁÁ Olga Ingólfsdóttir skrifar 23. maí 2022 11:00 Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun