Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 18:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum. „Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“ Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira