Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 12:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Fréttastofa ræddi við Guðmund Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, þar sem hann benti á að fólki af erlendum uppruna hefði fjölgað mjög á Íslandi síðustu ár og þörf væri á almennri endurskoðun á málaflokknum. Varðandi hópinn sem nú á að vísa úr landi sagði Guðmundur Ingi að verið væri að skoða hvort einhverjir í hópnum gætu fengið atvinnuleyfi frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Inga í heild sinni í spilaranum að neðan. „Þá er vilji til þess að kafa betur ofan í hver er samsetningin á þessum hópi, eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða,“ sagði Guðmundur Ingi. Þarf að gerast hratt Hann hefur þó ekki upplýsingar um hversu stór hópur væri þarna mögulega undir. Þannig að það er kannski ekki öll von úti fyrir allt þetta fólk? „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um það. En eins og ég segi, það er verið að skoða nánar hvernig þessi hópur er samansettur.“ Þetta er náttúrulega akút mál. Erum við þá að tala um að komist niðurstaða í þetta á næstu dögum, vikum? „Ég vonast til þess. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast hratt, það er alveg rétt hjá þér.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Guðmund Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, þar sem hann benti á að fólki af erlendum uppruna hefði fjölgað mjög á Íslandi síðustu ár og þörf væri á almennri endurskoðun á málaflokknum. Varðandi hópinn sem nú á að vísa úr landi sagði Guðmundur Ingi að verið væri að skoða hvort einhverjir í hópnum gætu fengið atvinnuleyfi frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Inga í heild sinni í spilaranum að neðan. „Þá er vilji til þess að kafa betur ofan í hver er samsetningin á þessum hópi, eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða,“ sagði Guðmundur Ingi. Þarf að gerast hratt Hann hefur þó ekki upplýsingar um hversu stór hópur væri þarna mögulega undir. Þannig að það er kannski ekki öll von úti fyrir allt þetta fólk? „Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um það. En eins og ég segi, það er verið að skoða nánar hvernig þessi hópur er samansettur.“ Þetta er náttúrulega akút mál. Erum við þá að tala um að komist niðurstaða í þetta á næstu dögum, vikum? „Ég vonast til þess. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast hratt, það er alveg rétt hjá þér.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira