Eitt helsta stjörnupar fótboltans hætt saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 15:30 Alphonso Davies og Jordyn Huitema voru saman í fimm ár. getty/Stefan Matzke Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur staðfest að hann sé hættur með fótboltakonunni Jordyn Huitema. Þau Davies og Huitema voru eitt þekktasta fótboltapar heims enda bæði í fremstu röð. Sem fyrr sagði spilar Davies með Bayern á meðan Huitema leikur með Paris Saint-Germain. Þau leika bæði fyrir kanadíska landsliðið og Huitema varð meðal annars Ólympíumeistari með því í fyrra. Davies greindi frá sambandsslitunum á Twitter í fyrradag. „Já, við Jordyn höfum farið í sitt hvora áttina. Slúðrið um hana er ekki satt. Hún er góð manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég óska henni alls hins besta og bið alla um að virða einkalíf okkar,“ skrifaði Davies en fór ekki nánar út í hvaða slúðursögur væri um að ræða. Yes jordyn and I have parted ways. The rumours about her are not true. She is a good person I have a lot of respect for her. I wish her the best and ask everyone to respect our privacy.— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) May 22, 2022 Davies og Huitema, sem eru bæði 21 árs, voru saman í fimm ár áður en kom að leiðarlokum hjá þeim. Þau hafa bæði eytt öllum ummerkjum um hvort annað af samfélagsmiðlum sínum. Davies varð þýskur meistari með Bayern í vetur. Hann var frá í þrjá mánuði vegna hjartavandamála og lék því aðeins 22 deildarleiki á tímabilinu. Huitema og stöllur hennar í PSG eru bikarmeistarar og eiga enn veika von um að verða franskir meistarar. PSG er fimm stigum á eftir toppliði Lyon þegar tveimur umferðum er ólokið. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði einmitt fyrir Lyon. Þýski boltinn Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Þau Davies og Huitema voru eitt þekktasta fótboltapar heims enda bæði í fremstu röð. Sem fyrr sagði spilar Davies með Bayern á meðan Huitema leikur með Paris Saint-Germain. Þau leika bæði fyrir kanadíska landsliðið og Huitema varð meðal annars Ólympíumeistari með því í fyrra. Davies greindi frá sambandsslitunum á Twitter í fyrradag. „Já, við Jordyn höfum farið í sitt hvora áttina. Slúðrið um hana er ekki satt. Hún er góð manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég óska henni alls hins besta og bið alla um að virða einkalíf okkar,“ skrifaði Davies en fór ekki nánar út í hvaða slúðursögur væri um að ræða. Yes jordyn and I have parted ways. The rumours about her are not true. She is a good person I have a lot of respect for her. I wish her the best and ask everyone to respect our privacy.— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) May 22, 2022 Davies og Huitema, sem eru bæði 21 árs, voru saman í fimm ár áður en kom að leiðarlokum hjá þeim. Þau hafa bæði eytt öllum ummerkjum um hvort annað af samfélagsmiðlum sínum. Davies varð þýskur meistari með Bayern í vetur. Hann var frá í þrjá mánuði vegna hjartavandamála og lék því aðeins 22 deildarleiki á tímabilinu. Huitema og stöllur hennar í PSG eru bikarmeistarar og eiga enn veika von um að verða franskir meistarar. PSG er fimm stigum á eftir toppliði Lyon þegar tveimur umferðum er ólokið. Þá komst PSG í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði einmitt fyrir Lyon.
Þýski boltinn Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira