Íslendingar bera af í Eurovision-glápi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:43 Sigurvegari keppninnar í ár var úkraínska sveitin Kalush Orchestra með lagið Stefania. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði. Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira