„Ólík sjónarmið“ á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gagnrýndi framgöngu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í brottvísunarmálum í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ólík sjónarmið hafa komið fram á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem sótt hefur um vernd hér á landi. Hún svarar því ekki beint hvort hún taki undir óánægju félagsmálaráðherra með framgöngu dómsmálaráðherra - en segist taka undir ákveðin sjónarmið þess fyrrnefnda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00