Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 14:01 Á meðan breskur almenningur mátti dúsa heima, jafnvel þó að náinn ættingi lægi banalegu á sjúkrahúsi, var oft glatt á hjalla í Downing-stræti 10 þar sem starfslið drakk og skemmti sér langt fram eftir nóttu. Johnson forsætisráðherra sagðist axla fulla ábyrgð á því en að hann ætlaði þó ekki að stíga til hliðar. AP/Matt Dunham Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira