Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 14:13 Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sjást hér við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir leik á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty/David Ramo Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira