Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 11:30 Það gustar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þessa dagana. Leon Neal/Getty Images Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt. Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess. Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess.
Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira