„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 12:31 Vésteinn Hafsteinsson miðlar af reynslu sinni í heimabænum. stöð 2 sport Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira