Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2022 11:13 Ari Sigurðsson, Sigríður Valgeirsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson. Stjr Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira