Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. maí 2022 13:00 Alls verður um þrjátíu hjúkrunarfræðingum sagt upp á næstu dögum að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. Læknavaktin hefur fengið þau skilaboð að frá og með fyrsta september muni fagleg símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga færast alfarið yfir til upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sú ákvörðun var upprunalega tekin í fyrra en vegna kórónuveirufaraldursins, og álagi sem þar fylgdi, var flutningum frestað í nokkra mánuði í senn. Nú virðist þó dagsetning liggja fyrir. Elva Björk Ragnarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á Læknavaktinni, segir þetta verða til þess að öllum hjúkrunarfræðingum verði sagt upp fyrir mánaðarmótin, enda allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Eins og staðan er í dag erum við með tuttugu fastráðna hjúkrunarfræðinga í hlutastarfi hjá okkur og tíu lausráðna sem hafa verið ráðnir inn vegna aukins álags. Við þurfum að segja upp öllu þessu fólki,“ segir Elva en mikill órói hefur verið í hjúkrunarfræðingum undanfarna mánuði. Hún segir starfsemina hafa verið í mjög góðum farvegi hjá Læknavaktinni og í rauninni hafi einu skýringarnar sem þau fengu verið þær að það þyrfti að samræma upplýsingagjöf á einum stað, hjá heilsugæslunni. Þetta sé þó slæmt skref á þessari stundu, ekki síst í ljósi yfirlýsinga Landspítala um gríðarlegt álag á bráðamóttöku. „Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að styrkja það sem þarf að styrkja og leyfa því sem er í góðum farvegi að vera þannig, þangað til að við náum einhverju jafnvægi aftur,“ segir Elva. Hefur áhyggjur af landsbyggðinni Ljóst er að gera þurfi miklar breytingar hjá Heilsugæslunni til að þau geti tekið við þjónustunni og bendir Elva á að símanúmerið sé opið allan sólarhringinn allan ársins hring, en ekki aðeins á daginn. „87 prósent af þjónustunni er unnin utan dagvinnutíma. Þannig þetta er talsverð fjölgun í vinnustundum, utan dagvinnu sérstaklega,“ segir Elva. Þá þurfi einnig að fjölga hjúkrunarfræðingum en undanfarið hafa móttökuritarar tekið við símtölum til Heilsugæslunnar og vísað þá á hjúkrunarfræðing. Hún segist hafa sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni í því samhengi þar sem fólk hefur ekki jafn beinan aðgang að heilbrigðisþjónustu utan dagvinnu. „Maður hefur áhyggjur af því, hvert á fólk að leita ef það fær ekki beint samband við heilbrigðismenntaðan aðila,“ segir Elva en hún telur að 80 til 90 prósent af öllum símtölum sem til þeirra berast þurfi heilbrigðismenntaðir aðilar að svara. Munu bæta í ef þörf er á Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki endanlega ákveðið hvernig flutningarnir fara fram en þau muni fjölga hjúkrunarfræðingum ef þess þarf. „Við bætum í þegar þörf er á,“ segir Ragnheiður en bætir við að það hafi reynst þeim vel að móttökuritarar taki fyrst við símtölum. „Við erum alltaf að reyna að ná því þannig að allir séu að vinna sem best og tími hvers nýtist sem best, þannig þetta hefur komið vel út.“ Þá tekur hún fram að netspjallið hafi nýst þeim vel í gegnum faraldurinn, sem er opið frá átta á morgnanna til tíu á kvöldin. Ljóst er þó að þau þyrftu að bæta við sig þjónustu á næturnar. „Við höfum ekki verið með það hingað til en við verðum þá bara að græja það,“ segir Ragnheiður. Hún segist opin fyrir þeirri hugmynd að um einhvers konar samstarf milli Læknavaktarinnar og Heilsugæslunnar verði að ræða. Elva segist einnig opin fyrir því en að það þurfi að koma í ljós hvers kyns samstarf það yrði og það sem fyrst, í ljósi þess að segja þurfi öllum hjúkrunarfræðingum upp á næstu dögum. „Tíminn er að hlaupa frá okkur, það er alveg á hreinu,“ segir Elva. „Þannig þetta er snúin staða.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Læknavaktin hefur fengið þau skilaboð að frá og með fyrsta september muni fagleg símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga færast alfarið yfir til upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sú ákvörðun var upprunalega tekin í fyrra en vegna kórónuveirufaraldursins, og álagi sem þar fylgdi, var flutningum frestað í nokkra mánuði í senn. Nú virðist þó dagsetning liggja fyrir. Elva Björk Ragnarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á Læknavaktinni, segir þetta verða til þess að öllum hjúkrunarfræðingum verði sagt upp fyrir mánaðarmótin, enda allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Eins og staðan er í dag erum við með tuttugu fastráðna hjúkrunarfræðinga í hlutastarfi hjá okkur og tíu lausráðna sem hafa verið ráðnir inn vegna aukins álags. Við þurfum að segja upp öllu þessu fólki,“ segir Elva en mikill órói hefur verið í hjúkrunarfræðingum undanfarna mánuði. Hún segir starfsemina hafa verið í mjög góðum farvegi hjá Læknavaktinni og í rauninni hafi einu skýringarnar sem þau fengu verið þær að það þyrfti að samræma upplýsingagjöf á einum stað, hjá heilsugæslunni. Þetta sé þó slæmt skref á þessari stundu, ekki síst í ljósi yfirlýsinga Landspítala um gríðarlegt álag á bráðamóttöku. „Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að styrkja það sem þarf að styrkja og leyfa því sem er í góðum farvegi að vera þannig, þangað til að við náum einhverju jafnvægi aftur,“ segir Elva. Hefur áhyggjur af landsbyggðinni Ljóst er að gera þurfi miklar breytingar hjá Heilsugæslunni til að þau geti tekið við þjónustunni og bendir Elva á að símanúmerið sé opið allan sólarhringinn allan ársins hring, en ekki aðeins á daginn. „87 prósent af þjónustunni er unnin utan dagvinnutíma. Þannig þetta er talsverð fjölgun í vinnustundum, utan dagvinnu sérstaklega,“ segir Elva. Þá þurfi einnig að fjölga hjúkrunarfræðingum en undanfarið hafa móttökuritarar tekið við símtölum til Heilsugæslunnar og vísað þá á hjúkrunarfræðing. Hún segist hafa sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni í því samhengi þar sem fólk hefur ekki jafn beinan aðgang að heilbrigðisþjónustu utan dagvinnu. „Maður hefur áhyggjur af því, hvert á fólk að leita ef það fær ekki beint samband við heilbrigðismenntaðan aðila,“ segir Elva en hún telur að 80 til 90 prósent af öllum símtölum sem til þeirra berast þurfi heilbrigðismenntaðir aðilar að svara. Munu bæta í ef þörf er á Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki endanlega ákveðið hvernig flutningarnir fara fram en þau muni fjölga hjúkrunarfræðingum ef þess þarf. „Við bætum í þegar þörf er á,“ segir Ragnheiður en bætir við að það hafi reynst þeim vel að móttökuritarar taki fyrst við símtölum. „Við erum alltaf að reyna að ná því þannig að allir séu að vinna sem best og tími hvers nýtist sem best, þannig þetta hefur komið vel út.“ Þá tekur hún fram að netspjallið hafi nýst þeim vel í gegnum faraldurinn, sem er opið frá átta á morgnanna til tíu á kvöldin. Ljóst er þó að þau þyrftu að bæta við sig þjónustu á næturnar. „Við höfum ekki verið með það hingað til en við verðum þá bara að græja það,“ segir Ragnheiður. Hún segist opin fyrir þeirri hugmynd að um einhvers konar samstarf milli Læknavaktarinnar og Heilsugæslunnar verði að ræða. Elva segist einnig opin fyrir því en að það þurfi að koma í ljós hvers kyns samstarf það yrði og það sem fyrst, í ljósi þess að segja þurfi öllum hjúkrunarfræðingum upp á næstu dögum. „Tíminn er að hlaupa frá okkur, það er alveg á hreinu,“ segir Elva. „Þannig þetta er snúin staða.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05
Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent