Sprengingin varð þegar unnið var að fleygun í klöpp sem í leyndist ósprungið dýnamít. Í dagbók lögreglu segir að mesta mildi hafi verið að ekki hafi orðið slys á fólki en ekki hafi miklu mátt muna.
Þá segir að tvö umferðarslys hafi orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það fyrra varð á Reykjanesbraut um hádegisbil þegar bifhjólamaður féll af hjóli sínu. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þá hlúðu sjúkraflutningamenn að ökumanni rafhlaupahjóls sem ekið hafði ofan í ræsi og fallið við það.