Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. maí 2022 14:30 flickr Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. Úígúrar telja um 12 milljónir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeir eru flestir múslimar og þessi minnihlutahópur hefur á síðustu árum sætt miklum ofsóknum kínverskra stjórnvalda, sem hafna harðlega fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla. 14 vestrænir fjölmiðlar opinberuðu í vikunni, gagnaleka tugþúsunda skjala og mynda sem sýna og sanna umfang þessara grófu ofsókna í garð Úígúra. Pyntingar og fangelsisdómar Í skjölunum er að finna ljósmyndir og nöfn þúsunda Úígúra sem hafa verið fangelsaðar og dæmdar til ára og áratuga fangelsisvistar fyrir litlar sem engar sakir og oft fyrir eitthvað sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Í skjölunum kemur fram að kínversk stjórnvöld reki fangabúðir í Xinjiang-héraði þar sem ein til tvær milljónir Úígúra hafa verið fangelsaðar á síðustu árum. Kínversk stjórnvöld kalla þetta endurmenntunarbúðir, en myndirnar tala sínu máli. Þær sýna fólk flutt á milli staða í járnum og með hettu yfir höfðinu. Við yfirheyrslur eru fangarnir reyrðir niður í svokallaða tígrisstóla, sem eru alræmd pyntingartól í Kína. Fanginn er látinn sitja dögum saman í þessum járnstólum, bundinn á höndum og fótum. Fangarnir eru frá 15 ára til 73 ára. Adrian Senz, þýskur sérfræðingur í málefnum Úígúra í Kína, leiddi rannsókn fjölmiðla á gögnunum. Hann segir þau vera beinharðar sannanir um það sem vestrænir fjölmiðlar hafi sagt um margra ára skeið og þarna geti að líta verstu ofsóknir gegn minnihluta- og trúarbragðahópi síðan í helför Þjóðverja gegn gyðingum. Fólk dæmt fyrir litlar sem engar sakir Sem dæmi um dóma kínverskra stjórnvalda yfir Úígúrum má nefna 65 ára konu sem dæmd var til fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa árið 1984, keypt bók um trúarbrögð. 54 ára karl var dæmdur til 13 ára fangavistar fyrir að efna til bænahalds og að hafa þannig raskað almannaró. Honum var einnig gefið að sök að hafa látið sér vaxa skegg. Þá var einn karl dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa lesið trúarbókmenntir með ömmu sinni fyrir ríflega áratug. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist hart við, þau segja þetta hluta af áróðursstríði Vesturlanda gegn Kína. Staðreyndin sé sú að íbúar Xinjiang-héraðs búi við stöðugleika, velmegun og hamingju. Fjölmiðlarnir sem hafa afhjúpað þessi skjöl gera þau öll aðgengileg á síðum sínum svo almenningur geti kynnt sér þau milliliðalaust. Eftirfarandi fjömiðlar og samtök unnu saman að þessum uppljóstrunum: BBC, El País, USA Today, Der Spiegel, Politiken, Le Monde, Mainichi Shimbun, ICIJ, Bayerischer Rundfunk, L’Espresso, NHK, YLE, Dagens Nyheter og Aftenposten. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Úígúrar telja um 12 milljónir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeir eru flestir múslimar og þessi minnihlutahópur hefur á síðustu árum sætt miklum ofsóknum kínverskra stjórnvalda, sem hafna harðlega fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla. 14 vestrænir fjölmiðlar opinberuðu í vikunni, gagnaleka tugþúsunda skjala og mynda sem sýna og sanna umfang þessara grófu ofsókna í garð Úígúra. Pyntingar og fangelsisdómar Í skjölunum er að finna ljósmyndir og nöfn þúsunda Úígúra sem hafa verið fangelsaðar og dæmdar til ára og áratuga fangelsisvistar fyrir litlar sem engar sakir og oft fyrir eitthvað sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Í skjölunum kemur fram að kínversk stjórnvöld reki fangabúðir í Xinjiang-héraði þar sem ein til tvær milljónir Úígúra hafa verið fangelsaðar á síðustu árum. Kínversk stjórnvöld kalla þetta endurmenntunarbúðir, en myndirnar tala sínu máli. Þær sýna fólk flutt á milli staða í járnum og með hettu yfir höfðinu. Við yfirheyrslur eru fangarnir reyrðir niður í svokallaða tígrisstóla, sem eru alræmd pyntingartól í Kína. Fanginn er látinn sitja dögum saman í þessum járnstólum, bundinn á höndum og fótum. Fangarnir eru frá 15 ára til 73 ára. Adrian Senz, þýskur sérfræðingur í málefnum Úígúra í Kína, leiddi rannsókn fjölmiðla á gögnunum. Hann segir þau vera beinharðar sannanir um það sem vestrænir fjölmiðlar hafi sagt um margra ára skeið og þarna geti að líta verstu ofsóknir gegn minnihluta- og trúarbragðahópi síðan í helför Þjóðverja gegn gyðingum. Fólk dæmt fyrir litlar sem engar sakir Sem dæmi um dóma kínverskra stjórnvalda yfir Úígúrum má nefna 65 ára konu sem dæmd var til fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa árið 1984, keypt bók um trúarbrögð. 54 ára karl var dæmdur til 13 ára fangavistar fyrir að efna til bænahalds og að hafa þannig raskað almannaró. Honum var einnig gefið að sök að hafa látið sér vaxa skegg. Þá var einn karl dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa lesið trúarbókmenntir með ömmu sinni fyrir ríflega áratug. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist hart við, þau segja þetta hluta af áróðursstríði Vesturlanda gegn Kína. Staðreyndin sé sú að íbúar Xinjiang-héraðs búi við stöðugleika, velmegun og hamingju. Fjölmiðlarnir sem hafa afhjúpað þessi skjöl gera þau öll aðgengileg á síðum sínum svo almenningur geti kynnt sér þau milliliðalaust. Eftirfarandi fjömiðlar og samtök unnu saman að þessum uppljóstrunum: BBC, El País, USA Today, Der Spiegel, Politiken, Le Monde, Mainichi Shimbun, ICIJ, Bayerischer Rundfunk, L’Espresso, NHK, YLE, Dagens Nyheter og Aftenposten.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36