Fótbolti

Jafnt hjá Ingi­björgu og Selmu Sól

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Vålerenga. Twitter/@nff_info

Íslendingalið Vålerenga og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða er Vålerenga tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í dag. Heimakonur höfðu ekki tapað leik til þessa og stefnir í hörku baráttu milli þeirra og Íslendingaliðs Brann um titilinn.

Vålerenga leiddi 1-0 í hálfleik en gestirnir jöfnuð á 67. mínútu. Á sömu mínútu var Selma Sól tekin af velli í liði gestanna.

Fór það svo að fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Ingibjörg og stöllur í Vålerenga eru því með 29 stig eftir 11 umferðir í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Brann á meðan Selma Sól og félagar í Rosenborg eru í 3. sæti með 26 stig eftir 12 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×