Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 08:01 Lögreglumaður úðar táragasi á stuðningsmann Liverpool sem svarar með því að sýna honum fingurinn. Matthias Hangst/Getty Images Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Liverpool og Real Madrid áttust þá við í stærsta leik ársins þar sem Madrídingar fögnuðu sínum fjórtánda Evrópumeistaratitli í sögunni eftir 1-0 sigur. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að mestu farið friðsamlega fram og verið hin mesta skemmtun þá er aðra sögu að segja af því sem gekk á fyrir utan leikvanginn áður en leikurinn hófst. Gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Upphaflega útskýring evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á seinkuninni var sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Samkvæmt UEFA var leiknum seinkað vegna þess að stuðningsmenn Liverpool skiluðu sér ekki á völlinn á tilsettum tíma.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Ef marka má hinar ýmsu færslur á samfélagsmiðlinum Twitter þá var það hins vegar alls ekki raunin. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir tveimur til þremur tímum fyrir leik, en biðu enn í röð þegar klukkan sló sjö og upphaflegi leiktíminn gekk í garð. Á Twitter má sjá marga fótboltaspekúlanta tala um algjört skipulagsleysi af hálfu UEFA og þegar þessir blóðheitu stuðningsmenn Liverpool reyndu að komast inn á völlinn greip lögrelan á svæðinu til þess ráðs að beita piparúða eða táragasi til að róa lýðinn. Liverpool fans have been teargassed by French police outside the stadium. #UCLfinal pic.twitter.com/6Pa5hK7thm— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2022 UEFA hefur hins vegar svarað þessum ásökunum um algjört skipulagsleysi og segir að snúningshliðin sem fólk fer í gegnum á leið sinni á völlinn hafi stíflast sökum þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool hafi reynt að nota falsaða miða. „Áður en leikurinn hófst stífluðust snúningshliðin þar sem stuðningsmenn Liverpool gengu inn vegna þess að þúsundir stuðningsmanna höfðu keypt falsaða miða sem virkuðu ekki í hliðunum,“ stóð í yfirlýsingu UEFA. „Þetta varð til þess að stuðningsmönnum sem voru að reyna að komast inn fjölgaði gífurlega og sökum þess var leiknum seinkað um 35 mínútur til að hleypa eins mörgum stuðningsmönnum með alvöru miða og hægt var inn á völlinn.“ „Þegar fjöldi stuðningsmanna hélt áfram að aukast eftir að leikurinn hófst notaði lögreglan táragas til að dreifa mannfjöldanum og þvinga hann frá leikvangnum.“ „UEFA finnur til með þeim sem urðu fyrir þessum atburðum og mun skoða þetta mál nánar með frönsku lögreglunni og yfirvöldum, sem og franska knattspyrnusambandinu.“ Hundreds of fans pouring through Gate Y just now. Presumably all have tickets. You can taste the tear gas in the air. #UCLfinal pic.twitter.com/tbLzVVUJ8h— Matt Pearson (@thisismpearson) May 28, 2022 Knattspyrnufélagið Liverpool sendi svo frá sér sína eigin tilkynningu á meðan leik stóð þar sem kallað var eftir formlegri rannsókn á því sem fór úrskeiðis. Á opinberri heimasíðu félagsins birtist stuttorð yfirlýsing þar sem Liverpool lýsir vonbrigðum sínum yfir því hvernig tekið var á málunum og kallar svo eftir formlegri rannsókn. „Við höfum formlega óskað eftir rannsókn á orsökum þessara óviðunandi mála,“ segir í yfirlýsingunni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34