Fótbolti

Mikil sveifla á tveimur vikum hjá Brann og Avaldsnes

Hjörvar Ólafsson skrifar
Berglind Björg sat allan tímann á bekknum í dag. 
Berglind Björg sat allan tímann á bekknum í dag.  Vísir/Hulda Margrét

Brann kreisti fram 2-1 sigur með sigurmarki í uppbótartíma þegar liðið sótti Avaldsnes heim í 12. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Tvær vikur eru síðan Brann vann 10-0 stórsigur í deildarleik liðanna. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Brann í leiknum í dag. 

Svava Rós Guðmundsdóttir, sem skoraði tvö mörk í leik liðanna á dögunum var aftur á móti ekki í leikmannahópi Brann að þessu sinni. 

Brann, sem er ríkjandi norskur meistari, trónir á toppi deildarinnar en liðið hefur fimm stiga forystu á Ingibjörgu Sigurðardóttur og liðsfélaga hennar hjá Vålerenga í baráttunni um meistaratitilinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×