Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:31 Steve Cooper með bikarinn sem Nottingham fékk fyrir að vinna úrslitaleik umspilsins. James Gill - Danehouse/Getty Images Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira