Heljarþraut Mjölnis fór fram í dag: „Ekki til betri aðstæður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 23:00 Gleðin var við völd í Heljarþraut Mjölnis. Mjölnir Heljarþraut Mjölnis fór fram í blíðskaparveðri í dag. Böðvar Tandri Reynisson, yfirþjálfari Mjölnis, var að vonum sáttur með daginn og segir að hver sem er geti tekið þátt og gert sitt besta. „Þetta er stærsta þrekmótið sem við höfum haldið. Þetta er í fimmta skipti sem við höldum svona paramót og núna vorum við í fyrsta skipta að opna mótið og fengum um það bil hundrað manns frá fullt af gymmum,“ sagði Böðvar eftir að verðlaunaafhendingin var yfirstaðin. „Það sem ég er svo ánægður með er hvað þetta er fjölbreyttur hópur af fólki. Við erum með afreksíþróttamenn sem hafa verið í útlöndum að keppa á allskonar CrossFit-mótum og svo erum við líka með bara svona „Average-Joe“ og fólk úr Víkingaþrekinu sem er 45-50 ára gamalt að gera sitt allra besta.“ „Það er það sem þessi mót snúast um finnst mér. Fólk er að mæta og gera sitt allra besta og prófa sig áfram. Það eru ekki til betir aðstæður. Það er búið að setja upp allan búnaðinn fyrir þig, það eru áhorfendur sem eru að hvetja þig áfram og svo ertu með besta félaga þínum og fullt af fólki í kringum þig sem er að þjást með þér. Það geta allir tekið þátt.“ Böðvar fór um víðan völl í spjalli sínu eftir mótið, en verðlaunaafhendinguna og viðtalið við Böðvar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Böðvar Tandri Reynisson Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Flokkarnir voru þrír; kvenna-, karla og blandaður flokkur. Í kvennaflokki unnu Heiða Norðkvist og Selma Kristín, í blönduðum flokki báru Alex Daði og Birta Líf sigur úr býtum og í karlaflokki fóru Ingimar Jónsson og Sigurður Hafsteinn Jónsson með sigur af hólmi. Mjölnir setti svo saman stutt myndband með öllum helstu tilþrifum mótsins sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Heljarþraut Mjölnis Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
„Þetta er stærsta þrekmótið sem við höfum haldið. Þetta er í fimmta skipti sem við höldum svona paramót og núna vorum við í fyrsta skipta að opna mótið og fengum um það bil hundrað manns frá fullt af gymmum,“ sagði Böðvar eftir að verðlaunaafhendingin var yfirstaðin. „Það sem ég er svo ánægður með er hvað þetta er fjölbreyttur hópur af fólki. Við erum með afreksíþróttamenn sem hafa verið í útlöndum að keppa á allskonar CrossFit-mótum og svo erum við líka með bara svona „Average-Joe“ og fólk úr Víkingaþrekinu sem er 45-50 ára gamalt að gera sitt allra besta.“ „Það er það sem þessi mót snúast um finnst mér. Fólk er að mæta og gera sitt allra besta og prófa sig áfram. Það eru ekki til betir aðstæður. Það er búið að setja upp allan búnaðinn fyrir þig, það eru áhorfendur sem eru að hvetja þig áfram og svo ertu með besta félaga þínum og fullt af fólki í kringum þig sem er að þjást með þér. Það geta allir tekið þátt.“ Böðvar fór um víðan völl í spjalli sínu eftir mótið, en verðlaunaafhendinguna og viðtalið við Böðvar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Böðvar Tandri Reynisson Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Flokkarnir voru þrír; kvenna-, karla og blandaður flokkur. Í kvennaflokki unnu Heiða Norðkvist og Selma Kristín, í blönduðum flokki báru Alex Daði og Birta Líf sigur úr býtum og í karlaflokki fóru Ingimar Jónsson og Sigurður Hafsteinn Jónsson með sigur af hólmi. Mjölnir setti svo saman stutt myndband með öllum helstu tilþrifum mótsins sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Heljarþraut Mjölnis
Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira