Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2022 13:31 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, með áhöfn vélarinnar á Akureyrarflugfelli á öðrum tímanum í dag. Vísir/Tryggvi Páll Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. Þotan, að gerð Airbus A319, kom frá Lissabon í Portúgal. þar sem hún var máluð í einkennislitum Niceair. Tekið á móti vélinni skömmu eftir lendingu AkureyrarflugvelliVísir/Tryggvi Páll Vélin mun sinna áætlunarflugi Niceair, sem í sumar býður upp á ferðir til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, frá Akureyrarflugvelli. Í haust áætlar flugfélagið svo að bæta við flugi til Manchester. Vísir/Tryggvi Páll Vélin kemur í tæka tíð fyrir jómfrúarferð hins nýja flugfélags, sem áætluð er til Kaupmannahafnar, næstkomandi fimmtudag. Uppselt er í það flug. Þotunni verður formlega gefið nafn við hátíðleg athöfn á Akureyrarflugvelli í dag, þar sem Eliza Reid, forsetafrú fær þann heiður að nefna flugvélina. Nafnið er að vísu þekkt, þotan ber heitið Súlur, eftir bæjarfjalli Akureyrar. Segja má að nafnið sé einnig tilvísun í flugsögu Íslands og Akureyrar. Fyrsta farþegaflugið á Íslandi var flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur þann 4. júní árið 1928, á vegum Flugfélags Íslands. Flugvélin sem notuð var nefnd Súlan. Var það fyrsta flugvélin sem kom til Akureyrar. Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi binda miklar vonir við að með tilkomu Niceair fjölgi erlendum ferðamönnum á svæðinu, ekki síst yfir vetrartímann. Vísir/Tryggvi Páll Vísir/Tryggvi Páll Niceair Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. 30. maí 2022 07:12 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þotan, að gerð Airbus A319, kom frá Lissabon í Portúgal. þar sem hún var máluð í einkennislitum Niceair. Tekið á móti vélinni skömmu eftir lendingu AkureyrarflugvelliVísir/Tryggvi Páll Vélin mun sinna áætlunarflugi Niceair, sem í sumar býður upp á ferðir til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, frá Akureyrarflugvelli. Í haust áætlar flugfélagið svo að bæta við flugi til Manchester. Vísir/Tryggvi Páll Vélin kemur í tæka tíð fyrir jómfrúarferð hins nýja flugfélags, sem áætluð er til Kaupmannahafnar, næstkomandi fimmtudag. Uppselt er í það flug. Þotunni verður formlega gefið nafn við hátíðleg athöfn á Akureyrarflugvelli í dag, þar sem Eliza Reid, forsetafrú fær þann heiður að nefna flugvélina. Nafnið er að vísu þekkt, þotan ber heitið Súlur, eftir bæjarfjalli Akureyrar. Segja má að nafnið sé einnig tilvísun í flugsögu Íslands og Akureyrar. Fyrsta farþegaflugið á Íslandi var flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur þann 4. júní árið 1928, á vegum Flugfélags Íslands. Flugvélin sem notuð var nefnd Súlan. Var það fyrsta flugvélin sem kom til Akureyrar. Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi binda miklar vonir við að með tilkomu Niceair fjölgi erlendum ferðamönnum á svæðinu, ekki síst yfir vetrartímann. Vísir/Tryggvi Páll Vísir/Tryggvi Páll
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. 30. maí 2022 07:12 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þota Niceair kemur til Akureyrar Airbus farþegaþota akureyrska flugfélagsins Niceair kemur til Akureyrar í dag en jómfrúarflug vélarinnar verður farið næsta fimmtudag. 30. maí 2022 07:12
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37