Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 09:16 Martin féll til jarðar og hélt um vinstra hnéð. Stöð 2 Sport Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01
Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00