Framtíð vímuefnameðferðar á Íslandi ógnað Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 11:32 Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar