Áætlað verðmæti þýfisins 43 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2022 11:18 Maðurinn er sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022þ Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira