Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað með landsliðinu síðan 2007. Hún telur að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn gott og núna. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00