SÁÁ er í góðum málum Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 31. maí 2022 12:31 Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar