Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 17:30 Lionel Messi fann vel fyrir eftirköstum kórónuveirusmitsins í janúar. Getty/Alvaro Medranda Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira