Fæðuöryggisstefna og landbúnaðarstefna Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2022 19:30 Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta. Í fyrsta lagi er lagt til að fæðuöryggi á Íslandi verið metið með aðferðum sem ganga undir skammstöfuninni, GFSI, á ensku Global Food Security Index sem má þýða lauslega sem Alþjóðlega matvælaöryggis vísitalan. Nú láist greinarhöfundi að geta þess að umræddur stuðull er alls ekki metinn af viðurkenndum alþjóðastofnunum heldur hefur verið reiknaður síðan 2012 af EIU, „the Economist Intelligence Unit“. EIU er með öðrum orðum fyrirtæki sem tengist tímaritinu the Economist og er því ekki alþjóðastofnun líkt og FAO, Alþjóðabankinn, OECD, WTO eða aðrar stofnanir sem fjalla um matvæli og viðskipti með þau. Í greinargerðinni sem lögð var fyrir ríkisstjórnina er bent á að þegar GFSI stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur.“ Einmitt, en eru þessi lönd að boða einhverjar sérstakar breytingar á þessum þætti til að komast hærra á GFSI kvarðanum? Nei þessi lönd beita einmitt sínum stjórntækjum, þar á meðal tollum, til að tryggja afkomu sinna bænda og þeirra „framleiðsluvilja“. Undir þetta atriði tekur framkvæmdastjórinn einmitt sérstaklega og undirstrikar um leið þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Verðsveiflur og ótrygg afkoma eru ávísun á samdrátt. Ísland er fiskútflutningsland Þá er rétt að víkja að umfjöllun framkvæmdastjóra FA um útflutning á matvælum frá Íslandi. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að árið 2020 hafi um helmingur af vöruútflutningi Íslands verið matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða,- samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Satt að segja brá mér við þennan lestur. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands nam heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins 71 milljarður króna árið 2021 samkvæmt fyrstu áætlun. Hér var eitthvað sem ekki stemmdi. Þegar tölur Hagstofunnar eru rýndar betur kemur í ljós að árið 2020 voru útfluttar landbúnaðarafurðir (eins og Hagstofan flokkar þær) réttilega að verðmæti 35,3 milljarðar. En þar af voru hins vegar 29,1 milljarður afurðir fiskeldis og því rétta talan 6 milljarðar fyrir það sem í daglegu tali og samkvæmt flestum flokkunarreglum teljast búvörur. Það er heppilegra að fara með rétt mál í umfjöllun af þessu tagi. Sóknarfæri í tillögum að fæðuöryggisstefnu Í fyrrnefndum tillögum að fæðuöryggisstefnu er bent á að stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri FA. Á öðrum stað í greininni leggur hann síðan áherslu á þá ábendingu skýrsluhöfundar (merkt stafliður j í skýrslunni) að: „Ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ Nú veit ég ekki alveg hvernig greinarhöfundur ætlar að koma þessum ályktunum sínum heim og saman. Annars vegar að auka t.d. framleiðslu á korni sem er hér ræktað á nyrstu mörkum þess mögulega auk þess sem ágangur gæsa og álfta eyðileggur árlega hundruð hektara. Hins vegar að tryggja innlenda framleiðslu á öðrum afurðum með því að ganga lengra en orðið er í afnámi og lækkun tolla. Vandinn er nefnilega sá að til að tryggja fæðuöryggi er nauðsynlegt að viðhalda sterkri innlendri framleiðslu. Ein helsta ógnunin við fæðuöryggi Íslendinga er einmitt að erfitt verði að útvega matvæli erlendis frá. Þetta notaði Félag atvinnurekenda sjálft sem röksemd fyrir því í vor, að framlengja nýtingartímabil fyrir úthlutaða tollkvóta. Var þetta kannski bara fyrirsláttur? Nýleg reynsla bæði vegna Covid faraldursins og nú vegna stríðsins í Úkraínu hefur beint athygli landa heimsins að því hve lítið þarf til, til að brestir verði í framboðskeðjum matvæla og annarra vara raunar líka. Þetta hefur leitt til þess að ESB hefur ákveðið að auka við innlendan stuðning við bændur og nægir að vísa til Versalayfirlýsingar þjóðarleiðtoga ESB frá 10.-11. mars sl. í því sambandi. Gott jafnvægi er hægt að finna Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, ættu að geta orðið grunnur að skynsamlegri stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands. Hér þarf að haldast í hendur að leggja áherslu á þá matvælaframleiðslu sem best fellur hér að landkostum og tryggja aðgang að þeim matvælum sem þarf að flytja inn s.s. með viðskiptasamningum. Sé litið á heiminn í heild snúa áhyggjur alþjóðastofnana nú fyrst og fremst að því að einstök lönd leggi bann við matvælaútflutningi. Slíkt eykur þann matvælavanda sem er í heiminum, ekki það að lönd takmarki innflutning slíkra vara, en það gera þau flest. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta. Í fyrsta lagi er lagt til að fæðuöryggi á Íslandi verið metið með aðferðum sem ganga undir skammstöfuninni, GFSI, á ensku Global Food Security Index sem má þýða lauslega sem Alþjóðlega matvælaöryggis vísitalan. Nú láist greinarhöfundi að geta þess að umræddur stuðull er alls ekki metinn af viðurkenndum alþjóðastofnunum heldur hefur verið reiknaður síðan 2012 af EIU, „the Economist Intelligence Unit“. EIU er með öðrum orðum fyrirtæki sem tengist tímaritinu the Economist og er því ekki alþjóðastofnun líkt og FAO, Alþjóðabankinn, OECD, WTO eða aðrar stofnanir sem fjalla um matvæli og viðskipti með þau. Í greinargerðinni sem lögð var fyrir ríkisstjórnina er bent á að þegar GFSI stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur.“ Einmitt, en eru þessi lönd að boða einhverjar sérstakar breytingar á þessum þætti til að komast hærra á GFSI kvarðanum? Nei þessi lönd beita einmitt sínum stjórntækjum, þar á meðal tollum, til að tryggja afkomu sinna bænda og þeirra „framleiðsluvilja“. Undir þetta atriði tekur framkvæmdastjórinn einmitt sérstaklega og undirstrikar um leið þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Verðsveiflur og ótrygg afkoma eru ávísun á samdrátt. Ísland er fiskútflutningsland Þá er rétt að víkja að umfjöllun framkvæmdastjóra FA um útflutning á matvælum frá Íslandi. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að árið 2020 hafi um helmingur af vöruútflutningi Íslands verið matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða,- samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Satt að segja brá mér við þennan lestur. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands nam heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins 71 milljarður króna árið 2021 samkvæmt fyrstu áætlun. Hér var eitthvað sem ekki stemmdi. Þegar tölur Hagstofunnar eru rýndar betur kemur í ljós að árið 2020 voru útfluttar landbúnaðarafurðir (eins og Hagstofan flokkar þær) réttilega að verðmæti 35,3 milljarðar. En þar af voru hins vegar 29,1 milljarður afurðir fiskeldis og því rétta talan 6 milljarðar fyrir það sem í daglegu tali og samkvæmt flestum flokkunarreglum teljast búvörur. Það er heppilegra að fara með rétt mál í umfjöllun af þessu tagi. Sóknarfæri í tillögum að fæðuöryggisstefnu Í fyrrnefndum tillögum að fæðuöryggisstefnu er bent á að stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri FA. Á öðrum stað í greininni leggur hann síðan áherslu á þá ábendingu skýrsluhöfundar (merkt stafliður j í skýrslunni) að: „Ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ Nú veit ég ekki alveg hvernig greinarhöfundur ætlar að koma þessum ályktunum sínum heim og saman. Annars vegar að auka t.d. framleiðslu á korni sem er hér ræktað á nyrstu mörkum þess mögulega auk þess sem ágangur gæsa og álfta eyðileggur árlega hundruð hektara. Hins vegar að tryggja innlenda framleiðslu á öðrum afurðum með því að ganga lengra en orðið er í afnámi og lækkun tolla. Vandinn er nefnilega sá að til að tryggja fæðuöryggi er nauðsynlegt að viðhalda sterkri innlendri framleiðslu. Ein helsta ógnunin við fæðuöryggi Íslendinga er einmitt að erfitt verði að útvega matvæli erlendis frá. Þetta notaði Félag atvinnurekenda sjálft sem röksemd fyrir því í vor, að framlengja nýtingartímabil fyrir úthlutaða tollkvóta. Var þetta kannski bara fyrirsláttur? Nýleg reynsla bæði vegna Covid faraldursins og nú vegna stríðsins í Úkraínu hefur beint athygli landa heimsins að því hve lítið þarf til, til að brestir verði í framboðskeðjum matvæla og annarra vara raunar líka. Þetta hefur leitt til þess að ESB hefur ákveðið að auka við innlendan stuðning við bændur og nægir að vísa til Versalayfirlýsingar þjóðarleiðtoga ESB frá 10.-11. mars sl. í því sambandi. Gott jafnvægi er hægt að finna Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, ættu að geta orðið grunnur að skynsamlegri stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands. Hér þarf að haldast í hendur að leggja áherslu á þá matvælaframleiðslu sem best fellur hér að landkostum og tryggja aðgang að þeim matvælum sem þarf að flytja inn s.s. með viðskiptasamningum. Sé litið á heiminn í heild snúa áhyggjur alþjóðastofnana nú fyrst og fremst að því að einstök lönd leggi bann við matvælaútflutningi. Slíkt eykur þann matvælavanda sem er í heiminum, ekki það að lönd takmarki innflutning slíkra vara, en það gera þau flest. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun