Kjósendur völdu næturstrætó Sindri Freyr Ásgeirsson skrifar 1. júní 2022 11:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Hagsmunir stúdenta Næturlíf Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021).
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar