„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 16:02 Martin Hermannsson fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar hann meiddist. Stöð 2 Sport „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti