Tíu ár frá því Kiel kláraði fullkomið tímabil: „Þeir voru alveg að bugast á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 15:01 Alfreð Gíslason messar yfir stuðningsmönnum Kiel á ráðhústorginu í borginni. getty/Martin Rose Í dag, 2. júní, eru tíu ár síðan Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kórónaði fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Gummersbach. Aron Pálmarsson lék með Kiel á þessum tíma. Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita