Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júní 2022 10:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa talað mjög skýrt á fundum NATO varðandi inngöngu Svía og Finna í bandalagið. Vísir/Egill Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún. Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09