Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 11:14 Bjarni sagði, eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, að hann væri ekki í neinum vafa um að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju um endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda væri ófullnægjandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. „Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
„Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30