Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 12:15 Meðal annars er mikil eftirspurn eftir starfsfólki í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira