„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2022 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik U-19 ára liða Íslands og Þýskalands fyrir tveimur árum. Íslendingar unnu 2-0 sigur. getty/Johannes Simon Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00