„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 19:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni. „Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
„Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon
Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira