Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Sá skoski létt bugaður eftir leik Liverpool og Real Madríd. EPA-EFE/YOAN VALAT Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira