Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2022 13:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður VG og fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar þingsins segir næg gögn liggja fyrir um sjávarútveginn sem hægt sé að byggja á varðandi endurskoðun á sjávarútvegskerfinu. Óþarfi sé að skipa enn eina nefndina í ljósi þess að tíminn sé takmörkuð auðlind. Vísir/Friðrik/Vilhelm Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. Á þriðjudag var tilkynnt um að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði skipað fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Í nefndunum sitja tugir manna. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingkona Vinstri grænna birti í morgun grein á Vísi þar sem hún segir að það sé óþarfi að skipa enn eina nefndina um endurskoðun sjávarútvegsins því næg gögn liggi nú þegar fyrir. „Það er auðvitað búið að viða að sér ótal gögnum um þau mál sem brenna helst á varðandi kerfisbreytingarnar og nýtingu auðlindarinnar og veiðigjöld og annað þvíumlíkt og ég tel að ráðuneytið hafi það mikið af gögnum sem það geti nýtt til þess að bregðast við strax og gera breytingar á ýmsu sem hægt er að gera án þess að það taki enn eina nefndina einhver ár, eða misseri að skila af sér niðurstöðu sem kannski litlar líkur eru á að komist í framkvæmd á þessu kjörtímabili. Þetta er það sem ég er að tala um þegar ég segi að tíminn sé takmörkuð auðlind. Ég vil gjarnan sjá að gripið sé til aðgerða byggða á þeim gögnum sem fyrir liggja.“ Kerfisbreyting verði ekki afrakstur nefndarstarfa Lilja segist ekki vera bjartsýn um að út úr þessum starfshópum komi kerfisbreyting, aðeins minnsti samnefnarinn sem litlu skipti. Stórútgerðirnar og fjármálafyrirtækin setji stólinn fyrir dyrnar. „Ég hef auðvitað setið í svona stórri nefnd þar sem menn skiluðu ótal sérálitum og það er mjög litlar líkur á að það náist einhver sameiginleg heildarniðurstaða sem skiptir einhverju máli gagnvart því sem snýr að einhverjum alvöru kerfisbreytingum.“ Lilja segir að koma þurfi á réttlæti í sjávarútvegsmálum. „Sem varaþingmaður á þingi í vetur kallaði ég eftir upplýsingum um félagslega hluta kerfisins sem dæmi og þar kemur mjög margt fram sem hægt er að byggja á til að rétta af óréttlæti í þeim hluta kerfisins sem ég tel mjög brýnt sérstaklega fyrir þessar minni byggðir og þá sem hafa farið halloka út af þessu kvótakerfi. Skýrsla ríkisendurskoðunar frá 2019 sýnir fram á að þessar stærstu útgerðir erum með tvo þriðju hluta kvótans og eru komnar langt yfir kvótaþak. Hvers vegna er ekki byggt á þeirri vinnu sem unnin var í verkefnastjórn á síðasta kjörtímabili til að ná þessum stóru útgerðum undir kvótaþakið sem dæmi?“ Nú sast þú í atvinnuveganefnd þingsins frá 2011 og gegndir þar formennsku frá 2017-2021. Er svona svakalega erfitt að knýja á um breytingar í sjávarútvegi? „Já, það er bara mjög, mjög erfitt og síðasta kjörtímabili sat ég sem formaður atvinnuveganefndar og þar náðum við þverpólitískri samstöðu um að gera grundvallarbreytingar til góða í strandveiðikerfinu en áttum eftir að reka lokahnykkinn í þeim efnum um að tryggja aflaheimildir fyrir 48 daga sem þarf að gera en það tókst og þess vegna segi ég, fíllinn er ekki étinn í einum bita heldur í minni bitum. Við náum ekki heildarendurskoðun þar sem allri segja hallelúja við erum sammála um að gera miklar breytingar á kvótakerfinu sem hefur verið við lýði öll þessi ár. Fjármálakerfið setur stein í götu þess að eitthvað verði gert,“ sagði Lilja Rafney sem ítrekaði að við hefðum ekki tíma til að „bíða enn eina ferðina enn“ og að „vonandi yrði hlustað á rödd að vestan í þessum málum.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. 19. október 2021 11:56 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Á þriðjudag var tilkynnt um að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði skipað fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Í nefndunum sitja tugir manna. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingkona Vinstri grænna birti í morgun grein á Vísi þar sem hún segir að það sé óþarfi að skipa enn eina nefndina um endurskoðun sjávarútvegsins því næg gögn liggi nú þegar fyrir. „Það er auðvitað búið að viða að sér ótal gögnum um þau mál sem brenna helst á varðandi kerfisbreytingarnar og nýtingu auðlindarinnar og veiðigjöld og annað þvíumlíkt og ég tel að ráðuneytið hafi það mikið af gögnum sem það geti nýtt til þess að bregðast við strax og gera breytingar á ýmsu sem hægt er að gera án þess að það taki enn eina nefndina einhver ár, eða misseri að skila af sér niðurstöðu sem kannski litlar líkur eru á að komist í framkvæmd á þessu kjörtímabili. Þetta er það sem ég er að tala um þegar ég segi að tíminn sé takmörkuð auðlind. Ég vil gjarnan sjá að gripið sé til aðgerða byggða á þeim gögnum sem fyrir liggja.“ Kerfisbreyting verði ekki afrakstur nefndarstarfa Lilja segist ekki vera bjartsýn um að út úr þessum starfshópum komi kerfisbreyting, aðeins minnsti samnefnarinn sem litlu skipti. Stórútgerðirnar og fjármálafyrirtækin setji stólinn fyrir dyrnar. „Ég hef auðvitað setið í svona stórri nefnd þar sem menn skiluðu ótal sérálitum og það er mjög litlar líkur á að það náist einhver sameiginleg heildarniðurstaða sem skiptir einhverju máli gagnvart því sem snýr að einhverjum alvöru kerfisbreytingum.“ Lilja segir að koma þurfi á réttlæti í sjávarútvegsmálum. „Sem varaþingmaður á þingi í vetur kallaði ég eftir upplýsingum um félagslega hluta kerfisins sem dæmi og þar kemur mjög margt fram sem hægt er að byggja á til að rétta af óréttlæti í þeim hluta kerfisins sem ég tel mjög brýnt sérstaklega fyrir þessar minni byggðir og þá sem hafa farið halloka út af þessu kvótakerfi. Skýrsla ríkisendurskoðunar frá 2019 sýnir fram á að þessar stærstu útgerðir erum með tvo þriðju hluta kvótans og eru komnar langt yfir kvótaþak. Hvers vegna er ekki byggt á þeirri vinnu sem unnin var í verkefnastjórn á síðasta kjörtímabili til að ná þessum stóru útgerðum undir kvótaþakið sem dæmi?“ Nú sast þú í atvinnuveganefnd þingsins frá 2011 og gegndir þar formennsku frá 2017-2021. Er svona svakalega erfitt að knýja á um breytingar í sjávarútvegi? „Já, það er bara mjög, mjög erfitt og síðasta kjörtímabili sat ég sem formaður atvinnuveganefndar og þar náðum við þverpólitískri samstöðu um að gera grundvallarbreytingar til góða í strandveiðikerfinu en áttum eftir að reka lokahnykkinn í þeim efnum um að tryggja aflaheimildir fyrir 48 daga sem þarf að gera en það tókst og þess vegna segi ég, fíllinn er ekki étinn í einum bita heldur í minni bitum. Við náum ekki heildarendurskoðun þar sem allri segja hallelúja við erum sammála um að gera miklar breytingar á kvótakerfinu sem hefur verið við lýði öll þessi ár. Fjármálakerfið setur stein í götu þess að eitthvað verði gert,“ sagði Lilja Rafney sem ítrekaði að við hefðum ekki tíma til að „bíða enn eina ferðina enn“ og að „vonandi yrði hlustað á rödd að vestan í þessum málum.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. 19. október 2021 11:56 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. 19. október 2021 11:56
Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00