Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 15:15 Það þýðir ekkert að mæta í útibú Íslandsbanka í von um að fá endurfjármögnun sem miðar við nýtt og hærra fasteignamat. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund. Íslenskir bankar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund.
Íslenskir bankar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent