Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 15:15 Það þýðir ekkert að mæta í útibú Íslandsbanka í von um að fá endurfjármögnun sem miðar við nýtt og hærra fasteignamat. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund. Íslenskir bankar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þó að hækkun fasteignamats hugnist mörgum ekki vegna tilheyrandi hækkunar fasteignagjalda voru aðrir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar tilkynnt var um tuttugu prósent hækkun fasteignamats að meðaltali á landsvísu. Hækkað fasteignamat þýðir nefnilega aukið svigrúm til endurfjármögnunar húsnæðislána sem fólk getur notað til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði eða til aukinnar eignamyndunar, til að mynda með framkvæmdum á húsnæði. Þeir sem eru í viðskiptum við Landsbankann og Arion banka geta nú þegar sótt um endurfjármögnun sem miðar við hærra fasteignamat ársins 2023. Viðskiptavinir Íslandsbanka munu hins vegar þurfa að bíða til næsta árs til að endurfjármagna. „Við kaup á nýjum eignum er horft til kaupverðs eignar en við endurfjármögnun er miðað við fasteignamat. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi aðstæðna á fasteignamarkaði og í samræmi við aðgerðir Seðlabankans,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Vísis. Orðrómur hefur verið uppi um að starfsmenn bankans hafi verið óánægðir með ákvörðun bankans sökum þess að viðskiptavinir hafi margir hverjir verið óánægðir með hana og látið það bitna á starfsmönnum á gólfi. Þá segir sagan að eins konar neyðarfundur hafi verið í haldinn í bankanum sökum þessa. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka slær á þessar sögusagnir og segir engan innan bankans kannast við slíkan fund.
Íslenskir bankar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum