Gabriella Lindsay Coleman kom HK yfir og hin unga Katrín Rósa Egilsdóttir tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik. Coleman kláraði svo dæmið áður en leiktíminn rann út, lokatölur 3-0 HK í vil.
HK er sem fyrr á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum fimm leikjum. Haukar sitja í 8. sæti með aðeins þrjú stig eftir fimm leiki.
Fyrir Austan kom Ainhoa Plaza Porcel heimakonum í F/H/L yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1-1 í hálfleik en Ainhoa Porcel steig upp og skoraði sigurmark heimaliðsins á 83. mínútu.
F/H/L er í 4. sæti með 10 stig á meðan Fylkir situr á botninum án stiga.