Ásta skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍBV.
Ásta hefur leikið með ÍBV allan sinn feril ef undan er skilið nýafstaðið tímabil en hún lék með Haukum og gerði 103 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Olís deildinni í vetur.
ÍBV komst alla leið í undanúrslit Olís deildarinnar á síðustu leiktíð en féll þar út fyrir Fram sem varð að lokum Íslandsmeistari.