Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2022 17:56 Gareth Bale átti aukaspyrnu sem Andriy Yarmolenko skallaði í eigið net. Ian Cook - CameraSport via Getty Images Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag. Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn