Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Atli Arason skrifar 6. júní 2022 23:31 Oleksandr Petrakov, þjálfari Úkraínu, á hliðarlínunni í leiknum gegn Wales. Getty Images Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. „Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
„Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira